þriðjudagur, 23. nóvember 2010

Samband ríkis og kirkju

Tengslin á milli ríkis og kirkju eru ofarlega í hugum fólks og fæ ég töluvert af fyrirspurnum þess efnis hvar ég stend í þeim málum. Það er vissulega margt sem mælir með að tengsl milli ríkis og kirkju haldist óbreytt. Þar má m.a. nefna menningarlega þætti og þá staðreynd að meirihluti þjóðarinnar er í þjóðkirkjunni. Hvað verður um öll þau menningarverðmæti sem eru nú í umsjá þjóðkirkjunnar, hvað verður um frídaga sem byggja á kristnum gildum (veit þetta er dálítið yfirborðskennt). Hvað verður um þá þjónustu presta, m.a. sálusorg sem þeir í dag veita ókeypis án tillits hvar þeir standa í trúmálum. Á hinn bóginn eru líka ágætis rök fyrir því að slíta í sundur samband ríkis og kirkju og þar vega trúfrelsi og  sanngirnissjónarmiðin sterkt.

Það þarf að vera sátt um samband ríkis og kirkju og það er nokkuð ljóst að okkur verður þar lítið ágengt nema við virðum trú eða trúleysi hvors annars. Þar fyrir utan tel ég það val hvers og eins á hvað hann/hún trúir á eða trúir ekki á. Það verður að vera og á að vera val þjóðarinnar hvort að haldið sé í þessi tengsl eða hvort það eigi að slíta á þau og það verður einungis gert með þjóðaratkvæðagreiðslu, þetta er of stórt mál til að hægt sé að leggja það á hendur nokkurra manna og kvenna. Ég hef ákveðið að halda mér hlutlausum í þessum málum, ég hlusta þó á öll rök og tek réttmætt tillit til þeirra. 

Engin ummæli: