sunnudagur, 24. október 2010

Síðastliðinn miðvikudag var ég staddur á fundi Stjórnarskrárfélagsins. Afar góður fundur þar sem frambjóðendum gafst tækifæri á að vera með stutta kynningu. Þessar kynningar voru teknar upp og má sjá þær á þessari síðu hér.

Nú er tæpur mánuður til kosninga og er ljóst að þetta verður ekki auðveld ganga þó hún sé vissulega lærdómsrík. Þess vegna miðla ég til þín, lesandi góður, að láta orð þitt berast um framboð mitt. Þín rödd skiptir mig miklu máli.

þriðjudagur, 19. október 2010

Um framboð mitt til stjórnlagaþings

Ég býð mig fram til stjórnlagaþings vegna þess að ég vil sjá einfalda og skýra stjórnarskrá sem byggir á reynslu og menningu núverandi og eldri kynslóðar en bindur ekki aðrar kynslóðir. Okkur ber að læra af reynslunni en um leið horfa til langs tíma.

Það er margt gott í núverandi stjórnarskrá en það þarf að skerpa á ýmsu. Ég vil að réttur barna sé betur tryggður í komandi stjórnarskrá og ég vil sjá ítarlegri og skýrari mannréttindarkafla. Stjórnarskrá er okkar mikilvægasta plagg sem sjálfstæð þjóð og við endurskoðun hennar bera að huga að mörgu. Ég tel því nauðsynlegt á stjórnlagaþing veljist fólk með sem fjölbreyttastan bakgrunn, reynslu og viðhorf og býð mig fram til að þú sem kjósandi fáir það val.

Ég er einnig með framboðssíðu á „Facebook“ undir nafninu „Eðvald Einar á stjórnlagaþing“.